Genoa virðist vera búið að finna arftaka Alberts Guðmundssonar og er það nafn sem margir kannast við.
Samkvæmt miðlinum Secolo á Ítalíu hefur Genoa sett sig í samband við fyrrum enska landsliðsmanninn Dele Alli.
Alli hefur lítið gert undanfarin ár en hann hefur glímt við meiðsli og var síðast á mála hjá Everton.
Alli er fáanlegur á frjálsri sölu en hann hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan 2022 vegna meiðsla.
Genoa virðist þó hafa trú á þessum fína leikmanni sem var frábær fyrir Tottenham á sínum tíma.
Albert var aðalmaðurinn hjá Genoa en hann samdi við Fiorentina í sumar og hefur byrjað vel hjá sínu nýja liði.