Forráðamenn Inter eru með sitt plan klárt ef Simeone Inzaghi hættir með liðið en hann er sterklega orðaður við Manchester United.
Inzaghi er nefndur til sögunnar ef United ákveður að reka Erik ten Hag úr starfi.
Nú er fjallað um það á Ítalíu að forráðamenn Inter viti af áhuga á Inzaghi og er sagt að félagið muni setja allar árar í þann bát að krækja í Jurgen Klopp.
Vitað er að Klopp vill taka sér frí fram á næsta sumar og er Diego Simeone næstur á blaði Inter ef Klopp er ekki klár.
Klopp ákvað að hætta með Liverpool í vor til að taka sér frí frá boltanum og safna kröftum.