Levi Colwill miðvörður Chelsea þénar tæpar 20 milljónir á viku en ákvað að flytja aftur heim til foreldra sína.
Colwill hafði verið búsettur í Cobham sem er nálægt æfingasvæði Chelsea en vildi fara aftur heim.
Colwill er því fluttur til Eastleigh sem er nálægt Southampton og keyrir á æfingu á hverjum degi.
„Ég er fluttur aftur heim og ferðast á hverjum degi,“ segir Colwill en ferðalagið eina leið tekur hann um 90 mínútur.
Varnarmaðurinn segist sáttur með þetta en Colwill er aðeins 21 árs og 3 klukkustundir í bíl á dag pirra hann ekki.
„Sama hversu langur dagurinn er þá gleður það mig að hitta hundinn minn, mömmu, pabba og litla bróðir minn.“
„Að vera nær þeim er það sem lífið snýst um. Að alast upp í Southampton var það besta í mínu lífi.“
„Ég get séð gömlu vini mína og fjölskyldu mikli oftar. Þetta hefur góð áhrif á mig innan vallar.“