Samkvæmt fréttum í Frakklandi er Paul Pogba langt kominn með það að semja við Marseille um að ganga í raðri franska félagsins.
Sagt er að Pogba muni skrifa undir hjá Marseille þegar hann má byrja æfingar þann 1. janúar.
Pogba var í fyrra dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Bannið var í síðustu viku stytt í 18 mánuði.
Pogba er samningsbundinn Juventus en ítalska félagið vill rifta samningi hans og því getur Pogba farið frítt til Marseille.
Marseille er á uppleið eftir að Roberto de Zerbi tók við í sumar en hjá Marseille mun Pogba hitta fyrir Mason Greenwood fyrrum samherja sinn hjá Manchester United.
Pogba má byrja að æfa í janúar en ekki taka þátt í keppnisleik fyrr en í mars á næsta ári.