fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
433Sport

Gömul ummæli Klopp um Red Bull nú rifjuð upp eftir að hann tók við starfinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp var í dag ráðinn yfirþjálfari yfir öllum félögum sem Red Bull á, má þar nefna RB Leipzig, Red Bull Salzburg og New York Red Bulls.

Ljóst er að Klopp hefur alltaf hrifist af stefnu Red Bull og sanna gömul ummæli hans það.

Tíðindin koma nokkuð á óvart en Klopp sagði upp starfi sínu hjá Liverpool og ætlaði sér í frí. Hann ítrekar það í færslu sinni að hann ætli sér ekki að þjálfa strax.

Klopp hefur störf 1. janúar en þýskir miðlar segja að klásúla sé í samningi hans við Red Bull. Má hann taka við þýska landsliðinu ef slíkt tilboð kemur.

Tíðindin komu mörgum á óvart og falla í nokkuð grýttan jarðveg í Þýskalandi þar sem Red Bull er ekki hið hefðbundna fótboltafélag eins og Þjóðverjar vilja hafa þau.

Klopp hefur hins vegar rætt um Red Bull og starfsemi þeirra árið 2022.

„Það sem Red Bull er að gera er mjög spennandi, ég verð að segja það. Á hverju ári selja þeir góða leikmenn en geta alltaf búið til gott lið,“
sagði Klopp eftir æfingaleik við Red Bull Salzburg þegar hann stýrði Liverpool árið 2022.

„Það er mjög áhugavert hvað þeir eru að gera. Hugmyndafræði þeirra er ekki langt frá því sem við viljum gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndirnar – Fyrstu myndirnar af Amorim á æfingasvæði United

Sjáðu myndirnar – Fyrstu myndirnar af Amorim á æfingasvæði United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borgarbarnið Gunnar lýsir hryllingi úr ferð með Herjólfi um helgina – „Fannst ég aldrei vita hvort hann kæmi í hnakkann á mér eða upp með síðunni“

Borgarbarnið Gunnar lýsir hryllingi úr ferð með Herjólfi um helgina – „Fannst ég aldrei vita hvort hann kæmi í hnakkann á mér eða upp með síðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrumuræða Mikaels eftir umræðuna síðustu vikur – „Fer klíkan þá í gang aftur? Eru allir við sama borð?“

Þrumuræða Mikaels eftir umræðuna síðustu vikur – „Fer klíkan þá í gang aftur? Eru allir við sama borð?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Átta leikmenn draga sig út úr enska landsliðinu

Átta leikmenn draga sig út úr enska landsliðinu