Samkvæmt fréttum dagsins í dag gerir Erik ten Hag stjóri Manchester United ráð fyrir því að stýra liðinu í næstu leikjum.
Mirror og fleiri segja að Ten Hag hafi ekkert heyrt frá forráðamönnum United um breytingar á því.
Stjórnendur United funduðu bæði á mánudag og í gær um málefni félagsins, ljóst er að staða þjálfarans var rædd.
United hefur byrjað hræðilega í ensku deildinni á þessu tímabili og situr liðið með átta stig eftir sjö leiki. Lélegasta byrjun í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Ten Hag er í fríi þessa dagana en mætir til starfa eftir helgi og fer að undirbúa leik liðsins við Brentford.