Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United, Joel Glazer eigandi félagsins og æðstu stjórnendur félagsins eru mættir til fundar í London þar sem framtíð Erik ten Hag ræðst.
Stjórnendur Manchester United funduðu á Old Trafford í gær en eru nú mættir á skrifstofu Sir Jim Ratcliffe í London.
Fundað var á Old Trafford í gær með fjölda aðila en þar var ekki farið yfir þessi mál.
Ratcliffe sást mæta á skrifstofu sína í London í dag en einnig Sir Dave Brailsford sem stýrir hlutunum fyrir hann og Dan Asworth yfirmaður knattspyrnumála hjá United.
Ljóst er að framtíð Ten Hag ræðst í dag en talsvert ákall er á meðal stuðningsmanna að reka þann hollenska úr starfi.
🚨🎥 JUST IN:
Sir Jim Ratcliffe and the Manchester United hierarchy arriving at the meeting in London this morning which may help decide the future of Erik ten Hag. #MUFC [@itvnews]
pic.twitter.com/E72tJcvCMC— mufcmpb (@mufcMPB) October 8, 2024