Erling Haaland framherji Manchester City vill festa kaup á húsi í Manchester frekar en að vera á leigumarkaði eins og hann er núna.
Haaland hefur undanfarið leigt hús í Alderley Edge sem er úthverfi Manchester.
Hann og unnusta hans Isabel Haugseng Johansen voru mynduð í gær að skoða nýtt hús sem er til sölu í sama hverfi.
Húsið kostar um 600 milljónir en það er í eigu Danny Ings framherja West Ham í dag.
Ings keypti húsið þegar hann var leikmaður Liverpool en Ings var á Anfield frá 2015 til 2019 áður en hann var seldur til Southampton.
Haaland og frú skoðuðu húsið í gær ásamt fasteignasala en sá norski vill festa kaup á húsi í Manchester.