fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
433Sport

Saksóknari fer fram á tveggja ára fangelsi – Sakaði frægan mann um nauðgun en myndavélar sönnuðu að hún laug

433
Þriðjudaginn 8. október 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luisa Kremleva sem er þekkt fyrirsæta á Instagram þarf að mæta fyrir dóm í næstu vikum, er hún sökuð um að hafa ranglega sakað Theo Hernandez varnarmann AC Milan um nauðgun.

Kremleva kærði Theo fyrir nauðgun árið 2017 en meint atvik átti að hafa átt sér stað fyrir utan næturklúbb á Spáni.

„Ég er með sönnun fyrir þessu á bakinu og hnjánum á mér. Ég myndi vilja fá afsökunarbeiðni frá Theo, það er það minnsta sem ég á skilið,“ sagði Kremleva.

Hún sagði að Hernandez hefði hent sér út úr bílnum eftir að hann hefði nauðgað henni, þess vegna væri hún með sér á hnjám.

Mynd/Getty

Theo var aldrei handtekinn vegna málsins en hann játaði því að hafa stundað kynlíf með Kremleva í Porsche bifreið sinni fyrir utan næturklúbbinn.

Málið fór fyrir dóm og dómari málsins sagði enga sönnun fyrir því að Theo hefði nauðgað henni. Að auki sást á myndavélum að Kremleva hafði dottið fyrir utan næturklúbbinn og þar fengið sár á hné.

Í dómnum kom fram að konan hefði beðið Theo um að fara heim með sér eftir kynlífð í bílnum en hann hafði ekki haft áhuga á því.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Kremleva hefði ranglega sakað Theo um nauðgun og nú er hún sótt til saka fyrir það.

Málið verður tekið fyrir í lok október í Malaga en Kremleva þarf að mæta þar fyrir rétt og svara til saka. Krefst saksóknari þess að hún verði dæmd í tveggja ára fangelsi og greiði 2 milljónir í skaðabætur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórir fjölmiðlar ósammála um stöðuna á framtíð Trent hjá Liverpool

Stórir fjölmiðlar ósammála um stöðuna á framtíð Trent hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo skellt niður á jörðina – Sjáðu svarið sem hann fékk í kjölfar þess að hafa látið skotin dynja á þeim

Ronaldo skellt niður á jörðina – Sjáðu svarið sem hann fékk í kjölfar þess að hafa látið skotin dynja á þeim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah segist vera langt frá samkomulagi við Liverpool

Salah segist vera langt frá samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pabbinn moldríki stelur öllum forsíðunum: Virðist forðast ákveðna meðlimi fjölskyldunnar – Engin nærvera og engar gjafir um jólin

Pabbinn moldríki stelur öllum forsíðunum: Virðist forðast ákveðna meðlimi fjölskyldunnar – Engin nærvera og engar gjafir um jólin
433Sport
Í gær

England: Skoraði sitt fyrsta mark í sigri Manchester City – Forest er í öðru sæti

England: Skoraði sitt fyrsta mark í sigri Manchester City – Forest er í öðru sæti
433Sport
Í gær

Byrjunarlið West Ham og Liverpool – Nunez bekkjaður

Byrjunarlið West Ham og Liverpool – Nunez bekkjaður
433Sport
Í gær

Staðfestir að fyrrum undrabarnið fái að æfa með félaginu – ,,Stórkostlegur leikmaður“

Staðfestir að fyrrum undrabarnið fái að æfa með félaginu – ,,Stórkostlegur leikmaður“
433Sport
Í gær

Vill komast burt frá Liverpool stuttu eftir undirskriftina

Vill komast burt frá Liverpool stuttu eftir undirskriftina