Manchester United gat fengið Ollie Watkins framherja Aston Villa fyrir rúmu ári síðan en Erik ten Hag taldi það ekki rétta leið.
ESPN fjallar um málið í dag og segir að Ten Hag hafi lagt áherslu á það að fá frekar Rasmus Hojlund frá Atalanta.
Svo fór að Ten Hag fékk að ráða og var Hojlund keyptur til United þar sem hann hefur ekki náð miklu flugi.
Watkins hefur verið einn besti framherji Englands síðustu ár og raðað inn mörkum fyrir Villa.
Sóknarleikur United hefur verið til vandræða undanfarið ár en Hojlund hefur skorað 17 mörk í 48 leikjum fyrir United.