Forráðamenn FC Bayern ætlar að gera allt til þess að halda í Jamal Musiala sem mörg félög vilja reyna að fá frá Bayern.
Musiala er 21 árs gamall og samkvæmt Sky í Þýskalandi hefur hann átt samtöl við Real Madrid og Manchester City.
Forráðamenn Bayern vilja ekki missa hann og ætla að bjóða honum 400 þúsund pund á viku í laun.
Musiala yrði þar með launahæsti leikmaður Bayern ásamt Harry Kane og gæti það freistað hann til að vera áfram.
Musiala spilar fyrir þýska landsliðið en hann ólst upp í Englandi og hefði getað spilað fyrir enska landsliðið.