Svo virðist sem markvörðurinn Neto hafi hreinlega sofnað úr leiðindum þegar hann sat á bekknum hjá Arsenal um helgina.
Arsenal lenti í kröppum dansi gegn Southampton á heimavelli um helgina en vann að lokum góðan sigur.
Arsenal er í öðru sæti deildarinnar með sama stigafjölda og Manchester City en Liverpool er á toppnum með stigi meira.
Neto virtist eitthvað þreyttur á því að sitja bara á bekknum en hann kom á láni frá Bournemouth fyrir þessa leiktíð.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
As just discussed on the radio – looks very much like Neto (I think) is fast asleep pic.twitter.com/a8rXfDMC1N
— Max Rushden 💛🖤 (@maxrushden) October 6, 2024