Víkingur Reykjavík missteig sig í toppbaráttunni í Bestu deild karla í gær er liðið mætti Stjörnunni á Víkingsvelli. Pálmi Rafn Arinbjörnsson lék þar sinn sjöunda deildarleik í marki Víkinga.
Gengi Víkinga með Pálma í markinu hefur ekki verið gott og hefur liðið aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum. Pálmi er ungur að árum en kom til Víkings frá Wolves fyrir þessa leiktíð.
Ingvar Jónsson var hvíldur í gær en hann hefur unnið 15 af 18 leikjum sínum í Bestu deildinni í sumar.
Sjö deildarleikir Víkings með Pálma Rafn Arinbjörnsson í marki = 2 sigrar
28 prósent sigurhlutfall
18 deildarleikir Víkings með Ingvar Jónsson = 15 sigrar
83 prósent sigurhlutfall
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 6, 2024
Víkingur gat náð þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri en Breiðablik spilar við Val á eftir.
Það var mikil dramatík í þessari viðureign sem lauk með jafntefli en Víkingur jafnaði metin á 96. mínútu.
Enginn annar en Óskar Örn Hauksson skoraði mark Víkinga en Hilmar Árni Halldórsson hafði komið Stjörnunni í 2-1 er ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.
Gott stig að lokum fyrir Víkinga sem eru nú með 56 stig líkt og Blikar sem misstigu sig gegn Val í gær.