Dani Carvajal bakvörður Real Madrid sleit krossband um helgina og því ljóst að tímabilið hans er úr sögunni.
Forráðamenn Real Madrid hafa haft augastað á því að fá inn hægri bakvörð og viljað fá Trent Alexander-Arnold frítt næsta sumar.
Samningur Trent við Liverpool rennur út þá en vegna meiðsla Dani Carvajal er komið annað hljóð í forráðamenn Real Madrid.
Þannig segir Sport á Spáni að Real Madrid gæti reynt að kaupa Trent í janúar frekar en að bíða fram á sumar.
Forráðamenn Liverpool vilja ólmir framlengja við Trent en staðan er flókin nú þegar spænski risinn er farinn að sýna svo mikinn áhuga.