Kristófer Sigurgeirsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.
Kristófer kom til Víkings frá Breiðablik haustið 2023 og tók við starfi aðstoðarþjálfara í fullu starfi.
Samhliða starfi sínu sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks sinnti hann starfi þjálfara U-20 kvenna hjá félaginu við góðan orðstír.
„Knattspyrnudeild Víkings þakkar Kristófer vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í næstu verkefnum,“ segir á vef Víkings.