Alejandro Garnacho hefur dregið sig út úr verkefni með landsliði Argentínu vegna meiðsla sem hann er að glíma við.
Garnacho byrjaði hjá Manchester United í gær gegn Aston Villa en virðist hafa fundið fyrir meiðslum.
Garnacho átti að fljúga til Argentínu í dag og hitta landsliðið en mun ekki mæta.
Garnacho hefur verið inn og út úr byrjunarliði Manchester United í upphafi tímabils og hefur það komið nokkuð á óvart.
Kantmaðurinn fær tveggja vikna frí frá leikjum og ætti að hafa tíma til að ná heilsunni fyrir næsta leik United.
Alejandro Garnacho va a quedar desafectado de la Selección Argentina por temas físicos.
Vuelve en la doble fecha de noviembre. pic.twitter.com/1tt3r22kIp— Gastón Edul (@gastonedul) October 7, 2024