Strákur að nafni Mateus Mane lenti svo sannarlega í undarlegu atviki í gær en hann er á mála hjá Wolves í efstu deild Englands.
Um er að ræða efnilegan strák sem er í akademíu Wolves en hann er með portúgalskt og enskt ríkisfang.
Bæði enska U18 landsliðið og portúgalska U18 landsliðið völdu Mane í hópinn fyrir komandi verkefni í landsleikjahlénu.
Mane er fæddur í Portúgal og spilaði fyrir yngri landsliðin á síðustu leiktíð en er opinn fyrir því að leika fyrir England.
Bæði lið hafa rétt á því að kalla Mane í hópinn og þarf hann að taka erfiða ákvörðun um hvort hann vilji spila fyrir Portúgal eða þá England.