Real Madrid gat ekki fagnað of mikið í gær eftir að hafa sigrað Villarreal í La Liga með tveimur mörkum gegn engu.
Real vann nokkuð sannfærandi sigur en tveir lykilmenn meiddust í viðureigninni eða þeir Vinicius Junior og Dani Carvajal.
Útlit er fyrir að Carvajal sé alvarlega meiddur en hann var borinn af velli og sást grátandi í kjölfarið.
Vinicius er meiddur á öxl og fann verulega til en hann verður líklega ekki frá í of langan tíma.
Útlit er hins vegar fyrir að Carvajal sé að glíma við hnémeiðsli og verður hann mögulega frá í marga mánuði.