Chelsea þurfti að sætta sig við jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Nottingham Forest.
Chelsea spilaði lengi vel manni fleiri í leiknum en mistókst að komast yfir í stöðunni 1-1 – Forest hafði komist yfir áður en Noni Madueke jafnaði fyrir Chelsea.
Forest fékk hins vegar sín færi í leiknum og átti Robert Sanchez tvær stórkostlegar vörslur undir lokin til að bjarga jafntefli.
Hér fyrir neðan má sjá eina stórbrotna vörslu Sanchez.
THIS SANCHEZ SAVE MAN pic.twitter.com/lA857u4ika
— • (@_goatnelli) October 6, 2024