Það er nóg að gera hjá brasilísku stjörnunni Neymar þó hann sé ekki að spila fyrir félagslið sitt í dag.
Neymar er forríkur knattspyrnumaður en hann fær vel borgað í Sádi Arabíu í dag en hefur lengi verið á meiðslalistanum.
Fyrir það lék Neymar með Paris Saint-Germain í Frakklandi og var einn allra launahæsti leikmaður liðsins.
Nú er Brassinn að kaupa sína eigin einkaeyju í Brasilíu sem ber nafnip Japao en hún mun kosta hann 1,2 milljarða króna eða sjö milljónir punda.
Neymar er duglegur að finna sér hluti að gera utan vallar en hann er einnig mikið í tölvuleikjum og streymir því reglulega fyrir sína aðdáendur.
Neymar er 32 ára gamall í dag en hann hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan snemma árið 2023.