Rúnar Páll Sigmundsson er hættur með Fylki en þetta kemur fram á Fótbolta.net nú í kvöld.
Ljóst er að Fylkir er fallið úr efstu deild karla en liðið gerði 2-2 jafntefli við HK í Kórnum í kvöld.
Jafnteflið var heldur betur svekkjandi en HK jafnaði metin er 98 mínútur voru komnar á klukkuna.
Rúnar segir í samtali við Fótbolta.net að hann muni klára vikuna hjá Fylki og svo skilja leiðir.
Rúnar er fyrrum Íslandsmeistari með Stjörnunni en þetta er hans þriðja tímabil hjá félaginu.