Eins og flestir vita þá er Paul Pogba að snúa aftur á völlinn á næsta ári en leikbann hans var stytt á föstudaginn.
Pogba var uprunarlega dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun á sterum en það bann var stytt í 18 mánuði.
Þessi fyrrum franski landsliðsmaður er á mála hjá Juventus og má spila sinn næsta leik í mars árið 2025.
Samkvæmt Gazzetta dello Sport fær Pogba minna en 350 þúsund krónur á mánuði hjá Juventus á meðan hann er í leikbanni.
Þessi 31 árs gamli leikmaður er því lang launalægsti leikmaður Juventus en hann þénaði margar milljónir á viku áður en dómurinn féll.
Möguleiki er á að Juventus losi Pogba næsta sumar og gæti hann þurft að finna sér nýtt félagslið.