Martin Ödegaard hefur gert marga stuðningsmenn Arsenal glaða eftir að hafa tjáð sig opinberlega um eigin meiðsli.
Ödegaard meiddist nýlega í landsliðsverkefni með Noregi og var óttast að hann myndi ekki spila meira á árinu.
Norðmaðurinn segist þó vera á góðum batavegi og að útlitið sé gott sem eru mjög góðar fréttir fyrir Arsenal.
Ödegaard er fyrirliði Arsenal og er gríðarlega mikilvægur en hann meiddist í ágúst.
,,Ég er á góðum batavegi. Mér líður betur og betur á hverjum degi og ég tel að þetta sé á góðri leið,“ sagði Ödegaard.
,,Vonandi þurfið þið ekki að bíða eftir mér mikið lengur; ég held við fáum að vita meira þegar ég sný aftur á æfingasvæðið.“