Leikmenn Plymouth gerðu grín að Wayne Rooney, þjálfara liðsins, eftir leik við Blackburn í næst efstu deild í gær.
Rooney er ansi harður stjóri og er duglegur að sekta sína leikmenn ef þeir fylgja ekki ákveðnum reglum.
Rooney missti hausinn í 2-1 sigri í gær þar sem Plymouth vann með marki á 97. mínútu á heimavelli.
Þessi fyrrum enski landsliðsmaður fékk rautt spjald er stutt var eftir af leiknum og var rekinn upp í stúku.
BBC greinir nú frá því að leikmenn Plymouth hafi nýtt sér það til fulls og stríddu goðsögninni eftir lokaflautið.
,,Hversu stóra sekt ætlar þú að borga, stjóri?“ heyrðist í leikmanni Plymouth segja við Rooney eftir lokaflautið.