Lisandro Martinez, leikmaður Manchester United, á von á sínu fyrsta barni ásamt kærustu sinni Muri Lopez.
Bæði Martinez og Lopez staðfestu þetta á samskiptamiðlum í gær en þau eru búsett saman í Manchester.
Martinez er lykilmaður í vörn United sem spilar mikilvægan leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Aston Villa í dag.
,,Ég er svo ánægður að þú verðir hluti af okkar lífi!! Þú endurspeglar það sem við höfum upplifað saman á lífsleiðinni,“ skrifaði Martinez á meðal annars.
,,Takk fyrir að velja okkur!! Við elskum þig af öllu hjarta, kveðja mamma og pabbi.“
Martinez er 26 ára gamall en hann hefur leikið með United undanfarin tvö ár.