Pedro Neto hefur viðurkennt að hann hafi ekki beint staðist væntingar hjá Chelsea á þessu tímabili.
Chelsea ákvað að kaupa Neto fyrir háa upphæð í sumar en Portúgalinn var áður á mála hjá Wolves í úrvalsdeildinni.
Chelsea borgaði 54 milljónir fyrir Neto sem komst á blað í miðri viku er Chelsea vann 4-2 sigur á Gent í Sambandsdeildinni.
Útlit er fyrir að Neto verði varamaður í næstu leikjum en hann veit sjálfur að það er meira á leiðinni.
,,Ég er ekki í mínu besta standi ennþá. Ég vil komast á þann stað og er að leggja mig mikið fram,“ sagði Neto.
,,Ég fékk ekki mikið undirbúningstímabil og hef alltaf sagt að ég ætli að leggja allt í sölurnar til að komast á toppinn og verða betri leikmaður.“