Það vakti athygli þegar Age Hareide tilkynnti landsliðshópinn fyrir leikina gegn Wales og Tyrklandi að þar var Brynjólfur Willumsson, en hann á að baki tvo A-landsleiki.
Brynjólfur tók spennandi skref til Groningen í Hollandi frá Kristiansund í Noregi í sumar og var hann tekinn fyrir í Íþróttavikunni á 433.is þegar landsliðshópurinn var til umræðu.
„Hann er geggjaður karakter og búinn að gera ágætlega í Groningen. Hann er senter sem við þurfum að horfa til í framtíðinni og svo getur hann líka spilað á miðjunni,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson þar.
Markvörðurinn Jökull Andrésson var einnig í setti en hann talar afar vel um Brynjólf.
„Ég var með honum í yngri landsliðunum og hann er í fyrsta lagi svo yfirvegaður. Hann var fyrirliði og er svo þægilegur gæi. Hvert sem hann fer mun hann geta aðlagast, innan og utan vallar. “
Unmræðan um valið á landsliðshópnum úr þættinum er hér að neðan.