Dietmar Hamann hefur skotið föstum skotum á Harry Kane, landsliðsmann Englands, sem leikur í dag með Bayern Munchen.
Kane færði sig yfir til Bayern í von um að vinna titla en hann náði ekki þeim áfanga á sínu fyrsta tímabili.
Kane skoraði þó mikið af mörkum fyrir Bayern í fyrra en var ekki sjáanlegur í stóru leikjunum að sögn Hamann.
Landsliðsfyrirliðinn var ekki sannfærandi í vikunni er Bayern tapaði 1-0 gegn Aston Villa í Meistaradeildinni.
,,Ég sagði það eftir EM í sumar að hann eigi eftir að sanna það að hann eigi að kosta 100 milljónir punda,“ sagði Hamann.
,,Þótt hann hafði skorað yfir 30 mörk á síðasta ári.. Hann var ekki keyptur til Bayern svo hann gæti skorað þrennu gegn Darmstadt.“