fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
433Sport

Segir frá adragandanum að heimkomunni í Mosfellsbæ – „Hugsaði að þetta gæti orðið eitthvað“

433
Laugardaginn 5. október 2024 09:00

Jökull Andrésson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Jökull Andrésson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þennan föstudaginn, en þátturinn kemur út á 433.is vikulega.

Jökull Andrésson - Afturelding
play-sharp-fill

Jökull Andrésson - Afturelding

Jökull sneri aftur heim í uppeldisfélag sitt, Aftureldingu, á láni frá Reading seinni hluta leiktíðar í Lengjudeildinni og átti stóran þátt í að tryggja sæti liðsins í efstu deild.

„Þetta er búið að vera eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu. Þetta er liðið sem ég ólst upp í, ég er úr Mosó. Þetta var svo sætt,“ sagði Jökull í þættinum.

Það tók tíma að sannfæra Jökul um að koma í Aftureldingu, en hann hefur gert góða hluti í neðri deildum Englands. Magnús Már Einarsson þjálfari sannfærði hann þó og við tóku frábærar vikur.

„Það voru önnur lið sem höfðu áhuga en Maggi kom með þetta fullkomna plan, hvað hann langaði að gera fyrir mig og hvað ég ætti að gera fyrir þá. Ég hugsaði með mér að þetta gæti orðið ævintýri og það varð raunin.

Þetta voru alveg tveir mánuðir. Rétt áður en ég fór til Englands var ég aðeins að æfa með Aftureldingu. Hann tók mig inn á skrifstofu og sagðist vilja fá mig. Ég er náttúrulega búinn að vera mikið í League One og League Two og þetta er aðeins öðruvísi level. Ég tók auðvitað allt inn sem hann sagði en maður var ekki 100 prósent viss.“

Eftir tap í fyrsta leik eftir komu Jökuls gekk allt eins og í sögu og Afturelding fór að lokum upp í Bestu deildina í gegnum umspil Lengjudeildarinnar.

„Ég fæ þrjú mörk á mig í fyrsta leik og hugsaði að þetta gæti orðið eitthvað. En eftir þennan fyrsta leik byrjum við bara að fljúga.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi neitar að spila í kvöld því frostið verður rosalegt

Messi neitar að spila í kvöld því frostið verður rosalegt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilboðum rigndi yfir Arnór sem valdi Malmö

Tilboðum rigndi yfir Arnór sem valdi Malmö
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór hafnar Blikum og fer í Víking

Gylfi Þór hafnar Blikum og fer í Víking
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool sagt undirbúa það að Van Dijk fari og horfa til þessa manns

Liverpool sagt undirbúa það að Van Dijk fari og horfa til þessa manns
433Sport
Í gær

Gummi Ben var í sjö klukkutíma í sturtu – „Væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans“

Gummi Ben var í sjö klukkutíma í sturtu – „Væri það ekki ólöglegt? Þetta er ekki eitthvað OnlyFans“
433Sport
Í gær

Botnlaus eyðsla United í samanburði við önnur lið síðustu ár – Svona hafa félögin farið með peningana sína

Botnlaus eyðsla United í samanburði við önnur lið síðustu ár – Svona hafa félögin farið með peningana sína
Hide picture