Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, lét ansi umdeild ummæli falla í gær er hann ræddi um tvær stjörnur ensku úrvalsdeildarinnar.
O’Hara vill meina að Cole Palmer, leikmaður Chelsea, sé miklu betri í dag en ein helsta stjarna Arsenal, Bukayo Saka.
Palmer hefur byrjað tímabilið frábærlega og skoraði fernu í síðustu umferð gegn Brighton.
O’Hara er hrifinn af Saka sem leikmanni en telur að Palmer sé einfaldlega á öðru stigi í dag og að hann sé jafnvel besti leikmaður heims.
,,Bukayo Saka er ekki leikmaður í heimsklassa. Hann er frábær leikmaður í mjög góðu liði en svo horfi ég á leikmenn eins og Cole Palmewr og Lamine Yamal.. Þeir eru leikmenn í heimsklassa,“ sagði O’Hara.
,,Þeir eru miklu betri en Saka og svo einfalt er það. Yamal virðist ætla að verða stjarnan hjá Barcelona á næstu árum og þú veist að þeir munu vinna titla með hann í liðinu; ég myndi velja hann í byrjunarliðið frekar en Saka.“
,,Palmer lítur út fyrir að vera besti leikmaður úrvalsdeildarinnar og þá er hægt að deila um það að hann sé besti leikmaður heims.“