Paul Pogba hefur tjáð sig eftir ákvörðun sem var tekin í gær en leikbann hans var þá stytt í 18 mánuði.
Pogba var dæmdur í fjögurra ára bann fyrir notkun á sterum en nú er ljóst að hann fær að snúa aftur á völlinn á næsta ári.
Um er að ræða 31 árs gamlan miðjumann sem á að baki fjölmarga leiki fyrir franska landsliðið og er í dag á mála hjá Juventus.
Pogba ákvað að áfrýja þessu banni sem tókst að lokum en útlit er fyrir að hann fái spilatíma hjá Juventus á næstu leiktíð.
,,Loksins er þessari martröð lokið. Ég hlakka til þess að geta elt drauminn á ný,“ sagði Pogba á meðal annars.
,,Ég hef alltaf sagt það að ég hafi ekki brotið lögin viljandi. Að taka þetta lyf var ákvörðun tekin í sameiningu með mínu læknateymi.“
Pogba tók lyf sem kallast dehydroepiandrosterone eða DHEA en hann var dæmdur í fjögurra ára bann í september árið 2023 en verður nú klár í slaginn í mars á næsta ári.