Góðvinur Erik ten Hag, Leon Ten Voorde, ráðlagi vini sínum að yfirgefa Manchester United í sumarglugganum.
Ten Hag er valtur í sessi þessa stundina en gengi United í byrjun tímabils hefur ekki heillað marga.
Ten Voorde og Ten Hag þekkjast mjög vel en tap gegn Aston Villa á morgun gæti að lokum kostað Hollendinginn starfið á Old Trafford.
,,Ég ráðlagði honum að fara frá United síðasta sumar,“ sagði Ten Voorde í samtali við hlaðvarpsþáttinn TC Tubantia.
,,Hann vann FA bikarinn svo hann gat einfaldlega farið annað. Margir leikmenn meiddust undir hans stjórn en svo hugsa þjálfarar með sér hvort þeir geti snúið genginu við.“
,,Hversu lengi telur United að þetta geti virkað? Nú er verið að spyrja spurninga í enn eitt skiptið.“