Crystal Palace 0 – 1 Liverpool
0-1 Diogo Jota(‘9)
Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var engin stórskemmtun en leikið var á Selhurst Park.
Liverpool heimsótti Crystal Palace en þessari viðureign lauk með 1-0 sigri gestanna.
Diogo Jota skoraði eina mark leiksins eftir níu mínútur og reyndist það nóg til að tryggja þrjú stig.
Bæði lið fengu einhver færi til að bæta við mörkum en lokatölur 1-0 og Liverpool enn á toppi deildarinnar.