Valur 0 – 0 Breiðablik
Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna árið 2024 eftir leik gegn Val í lokaumferðinni í kvöld.
Það var engin flugeldasýning í boði í viðureigninni en leiknum lauk með markalausu jafntefli á Hlíðarenda.
Það þýðir að Breiðablik endar tímabilið með 61 stig úr 23 leikjum og er stigi fyrir ofan Val.
Valur tapaði aðeins einum leik á öllu tímabilinu en þrjú jafntefli kostuðu liðið að lokum.