Það er óhætt að segja að Illan Meslier, markvörður Leeds, sé ekki sá vinsælasti á meðal stuðningsmanna liðsins í dag.
Meslier gerði sig sekan um ótrúleg mistök í gærkvöldi er Leeds mætti Sunderland í eina leik kvöldsins í næst efstu deild Englands.
Allt stefndi í 2-1 sigur Leeds en á 97. mínútu þá jafnaði Sunderland metin eftir skelfileg mistök Meslier.
Leeds hefði þurft á sigri að halda í þessum leik en liðið er nú þremur stigum á eftir einmitt Sunderland sem er á toppnum.
Mistökin má sjá hér.
6 minutes added, 97th minute of the game and Illan Meslier did thispic.twitter.com/2Z9zARE6go
— Troll Football (@TrollFootball) October 4, 2024