Kerem Akturkoglu er Íslendingum vel kunnugur en hann skoraði þrennu í 3-1 sigri Tyrklands á Íslandi í síðasta mánuði.
Akturkoglu er kantmaður Benfica og er nú sterklega orðaður við Manchester United.
Segir í fréttum dagsins að United hafi áhuga á að kaupa Akturkoglu strax í janúar.
Talið er að Benfica sé tilbúið að selja hann á 34 milljónir punda en United er þunnskipað á kantinum.
United seldi Jadon Sancho og Mason Greenwood í sumar en sótti sér ekki kantmann í staðin.