Margir stuðningsmenn Englands eru afskaplega óánægðir með ákvörðun landsliðsþjálfarans, Lee Carsley.
Carsley hefur tilkynnt þann 25 manna hóp sem spilar í Þjóðadeildinni á næstunni gegn Grikklandi og Frinnlandi.
Það kom mörgum á óvart að Morgan Rogers er ekki í hópnum en hann hefur verið frábær fyrir Aston Villa á tímabilinu.
Rogers er 22 ára gamall en hann gekk í raðir Villa á þessu ári og hefur spilað glimrandi vel hingað til.
Carsley ákvað þó að sleppa því að gefa leikmanninum tækifæri en hann á að baki leiki fyrir U21 landsliðið.
,,Þetta er glæpsamleg ákvörðun. Brandari!“ skrifar einn á X og bætir annar við: ,,Hvernig kemst Morgan Rogers ekki í þennan hóp?“
Fleiri taka undir og segir einn: ,,Hann velur Kobbie Mainoo og Morgan Gibbs-White frekar en Rogers… Það sýnir það að þessi þjálfari fylgist ekkert með.“
Vonandi fyrir Rogers fær hann að spila sinn fyrsta leik á þessu ári en hann er mikilvægur hlekkur í sterku liði Villa.