Samkvæmt frétt Bild hafa forráðamenn Liverpool augastað á Karim Adeyemi sóknarmanni Dortmund.
Bild segir að Dortmund horfi á Adeyemi sem arftaka Mo Salah þegar hann ákveður að fara frá félaginu.
Salah verður samningslaus næsta sumar en óvíst er hvort hann framlengi samning sinn eða ekki.
Adeyemi er 22 ára gamall en hann skoraði þrennu gegn Celtic í Meistaradeildinni á miðvikudag.
Sagt er í frétt Bild að Liverpool sé tilbúið að borga 43 milljónir punda fyrir Adeyemi.