Stale Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir að það sé langt í það að hann geti treyst á miðjumanninn Martin Ödegaard.
Ödegaard er miðjumaður Arsenal en hann meiddist í síðasta landsleikjaverkefni og verður frá í dágóðan tíma.
Stuðningsmenn Arsenal vonuðust eftir því að Ödegaard myndi snúa aftur snemma í nóvember eða jafnvel október.
Ödegaard var ekki valinn í landsliðshóp Noregs fyrir leiki gegn Slóveníu og Austurríki og gæti vel verið frá út árið.
,,Hann er langt frá því að vera hluti af hópnum. Við munum fylgjast með hans bata í næsta landsleikjahléi,“ sagði Solbakken.
,,Ég hef vitað það í langan tíma að hann var ekki til taks fyrir næsta verkefni.“