Halldór Snær Georgsson og Júlíus Mar Júlíusson skrifa undir hjá KR
Halldór Snær Georgsson (2004) hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR, út keppnistímabilið 2027. Halldór er markmaður uppalinn í Fjölni.
Halldór byrjaði meistaraflokksferill sinn í Vængjum Júpiters þar sem hann spilaði 19 leiki. Þá hefur hann spilað 40 leiki með Fjölni í Lengjudeildinni og á 8 leiki með U19 landsliði Íslands. Halldór Snær var lykilmaður í liði fjölnis á nýafstaðnu tímabili og var valinn leikmaður ársins hjá Fjölni.
Júlíus Mar Júlíusson (2004) hefur einnig skrifað undir þriggja ára samning við KR, út keppnistímabilið 2027.
Júlíus Mar er kraftmikill og leikinn hafsent sem byrjaði ferilinn sinn í Vænjum Júpiters og hefur verið lykilmaður í liði Fjölnis undanfarin ár. Júlíus hefur spilað 83 leiki fyrir Fjölni og á 3 leiki með U19 landsliði Íslands.
Júlíus var valinn í lið ársins í Lengjudeildinni fyrir góða frammistöðu í sumar.