Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester Untied var mættur á leik Rangers og Lyon í Evrópudeildinni í gær en sá skoski sá Lyon vinna sannfærandi sigur.
Á sama tíma og leikurinn var í gangi var hans gamla félag Manchester United að spila gegn Porto á útivelli.
Eftir að hafa komist 2-0 yfir var United lent undir áður en Harry Maguire jafnaði leikinn í uppbótartíma.
Ferguson virtist fylgjast vel með þessum leik en myndband af honum í stúkunni í Skotlandi hefur verið birt.
Þar lætur Ferguson sessunaut sinn vita að United hafi verið að skora eins og sjá má hér að neðan.
Sir Alex reacting to news of Harry Maguire's goal while watching the Rangers match last night 😂❤️pic.twitter.com/uAKouWjSlk
— UtdDistrict (@UtdDistrict) October 4, 2024