Chelsea hefur áfram mikinn áhuga á því að kaupa Jhon Duran framherja Aston Villa sem félagið skoðaði í sumar.
Duran sem er tvítugur framherji frá Kólumbíu hefur vakið athygli á þessu tímabili.
Duran fær sjaldan að byrja leiki hjá Villa en kemur oftar en ekki við sögu og skorar.
Duran gerði það einmitt í vikunni þegar hann kom inn sem varamaður og skoraði sigurmarkið gegn FC Bayern í Meistaradeildinni.
Duran er tvítugur og er Aston Villa sagt tilbúið að selja hann fyrir 80 milljónir punda.