Jamie Carragher sérfræðingur hjá Sky Sports er lítið hrifin af frammistöðu Matthijs de Ligt eftir að hann kom til Manchester United.
Hollenski miðvörðurinn hefur verið í brasi eftir að hann kom til United frá FC Bayern í sumar.
De Ligt eins og fleiri leikmenn United voru í brasi gegn Porto í gær í Evrópudeildinni.
„United er mjög lélegt að verjast áhlaupum, það hefur alltaf verið þannig þegar liðið tapar boltanum,“ sagði Carragher.
„Hvar er De Ligt? Alltaf í fyrri hálfleik þá er De Ligt gjörsamlega út úr stöðu. Hann var keyptur fyrir mikla fjármuni.“
„Hann þarf því að fleygja sér í tæklingar og skilja sig eftir í vandræðum þar sem þú getur fengið gul eða rauð spjöld.“