Víkingur R. hefur leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í dag. Liðið mætir Omonoia frá Kýpur og er leikið ytra, en leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Veðbankar telja það kraftaverk ef Víkingi tekst að vinna leikinn. Þannig er stuðulinn 5,24 á Lengjunni á það að Víkingur vinni í dag.
Stuðulinn á Omonia er 1,43 og stuðulinn er 3,84 á jafntefli.
Víkingur R. mætir einnig Cercle Brugge, FK Borac, FC Noah, Djurgarden og LASK í deildarkeppninni, en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október á Kópavogsvelli.