Tveimur umferðum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er lokið en sjö félög eru með fullt hús stiga eftir þessar tvær umferðir.
Nýtt fyrirkomulag í Meistaradeildinni er í gangi en átta lið fara beint áfram í 16 liða úrslit.
16 liða fara svo í útsláttarkeppni og átta lið fara þar áfram í sextán liða úrslitin.
Nokkur óvænt lið hafa staðið sig vel og má þar nefna Brest frá Frakklandi sem er með fullt hús stiga og er í öðru sæti.
Átta lið eru án stiga en það er nægur tími til stefnu því spilaðir verða átta leikir og lýkur riðlakeppninni í janúar.