Forráðamenn Southampton eru farnir að íhuga það alvarlega að reka Russell Martin stjóra liðsins úr starfi.
Mirror fjallar um þetta en Martin hefur farið illa af stað með Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Martin og félagar vilja spila skemmtilegan fótbolta sem er ekki að skila miklum árangri.
Forráðamenn Southampton hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að hafa eytt miklum fjármunum í sumar.
Talið er líklegt að Southampton skoði breytingar alvarlega eftir heligina þegar tveggja vikna landsleikjafrí fer af stað.