fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Sendi þessi seiðandi skilaboð á 15 konur á sama tíma – Allt komst upp og fékk hann nafnið SMS-kóngurinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. október 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Arne Riise átti frábæran feril sem atvinnumaður i knattspyrnu en ferilinn stóð líklega hæst þegar hann var leikmaður Liverpool frá árinu 2001 til 2008.

Á þeim tíma var Riise mikið í sviðsljósinu og reyndi að nýta sér það eins og hann gat.

Riise var einhleypur stærstan hluta af þeim tíma sem hann var í Liverpool og í dag er fjallað um skilaboð sem hann sendi konum árið 2004 þegar hann var leikmaður Liverpool.

Gerrard og Riise

Þannig ákvað Risse að senda fimmtán konum sömu skilaboðin en allt þetta komst upp og var fjallað um í norskum blöðum, heimalandi Risse.

Allar konurnar sem Riise sendi á voru þekktar í Noregi, störfuðu sem fyrirsætur eða gerðu það gott í lífinu og voru í sviðsljósinu.

Skilaboðin sem Riise sendi á 15 konur á sama tíma:
Góða kvöldið… Eftir mörg samtöl við aðila tókst mér loks að grafa upp númerið þitt

Mér hefur alltaf fundist þú heillandi, sæt, kynþokkafull, með frábæra nærværu og síðast enn ekki síst spennandi og krefjandi. Vonandi getum við verið í sambandi.

Ég mun að sjálfsögðu bjóða þér í rómantískan kvöldverð fyrir tvo. Kossar, John Arne Riise.

Sorlund var ein þeirra sem fékk skilaboðin.

Konurnar sem fengu skilaboðin komust fljótt að því að fleiri hefðu fengið þau og ein af þeim var Mona Grudt sem var kjörinn ungfrú heimur. „Þetta er neyðarlegt en svarið er já, ég fékk þessi skilaboð frá Riise,“ sagði Grudt.

Marion Ravn, leikonurnar Aylar Lie og Anette Young, og fyrirsætan Kathrine Sorland voru einnig í hópi þeirra sem fengu skilaboðin.

Risse játaði að hafa gert þetta. „Ég var heimskur og hef bara hlegið af þessu, ég var líklega of mikið að daðra en ég fékk bara jákvæð viðbrögð,“ sagði Riise.

Riise er í dag giftur en hann og Louise Angelica gengu í það heilaga árið 2014 þegar hann var leikmaður Fulham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að Amorim sé að nota De Ligt vitlaust: ,,Hann er með möguleika“

Segir að Amorim sé að nota De Ligt vitlaust: ,,Hann er með möguleika“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“

Gummi Ben vill erlendan landsliðsþjálfara og útskýrir hvers vegna – „Sonur, frændi, umboðsmaður, þetta er einn grautur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sagður ætla að kaupa sinn fyrrum vinnustað: Moldríkur aðeins 33 ára – Var látinn fara í sumar

Sagður ætla að kaupa sinn fyrrum vinnustað: Moldríkur aðeins 33 ára – Var látinn fara í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn
433Sport
Í gær

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United