fbpx
Mánudagur 30.desember 2024
433Sport

Segulómun Arons Einars lokið og ljóst að hann mætir ekki í landsliðið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson mun ekki koma til móts við íslenska landsliðið í næstu viku eins og vonir stóðu til um. Aron samdi við Al-Gharafa í Katar á dögunum.

Aron lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa á þriðjudag í Meistaradeildinni í Asíu en þar meiddist hann lítillega.

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands hafði ætlað að velja Aron í hópinn fyrir leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Á fréttamannafundi í gær sagði Hareide að Aron væri á leið í myndatöku og það færi eftir því hvað kæmi úr henni hvort Aron kæmi inn í hópinn.

Aron staðfestir í samtali við 433.is að hann sé lítillega tognaður aftan í læri og verði frá í tvær vikur. Hann komi því ekki inn í hópinn eins og vonir stóðu til um.

Búist er við að Hareide kalli í Júlíus Magnússon miðjumaður Fredrikstad í Noregi komi inn í hópinn en Hareide vill hafa 24 manna hóp fyrir leikina tvo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórir fjölmiðlar ósammála um stöðuna á framtíð Trent hjá Liverpool

Stórir fjölmiðlar ósammála um stöðuna á framtíð Trent hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ronaldo skellt niður á jörðina – Sjáðu svarið sem hann fékk í kjölfar þess að hafa látið skotin dynja á þeim

Ronaldo skellt niður á jörðina – Sjáðu svarið sem hann fékk í kjölfar þess að hafa látið skotin dynja á þeim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Salah segist vera langt frá samkomulagi við Liverpool

Salah segist vera langt frá samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pabbinn moldríki stelur öllum forsíðunum: Virðist forðast ákveðna meðlimi fjölskyldunnar – Engin nærvera og engar gjafir um jólin

Pabbinn moldríki stelur öllum forsíðunum: Virðist forðast ákveðna meðlimi fjölskyldunnar – Engin nærvera og engar gjafir um jólin
433Sport
Í gær

England: Skoraði sitt fyrsta mark í sigri Manchester City – Forest er í öðru sæti

England: Skoraði sitt fyrsta mark í sigri Manchester City – Forest er í öðru sæti
433Sport
Í gær

Byrjunarlið West Ham og Liverpool – Nunez bekkjaður

Byrjunarlið West Ham og Liverpool – Nunez bekkjaður
433Sport
Í gær

Staðfestir að fyrrum undrabarnið fái að æfa með félaginu – ,,Stórkostlegur leikmaður“

Staðfestir að fyrrum undrabarnið fái að æfa með félaginu – ,,Stórkostlegur leikmaður“
433Sport
Í gær

Vill komast burt frá Liverpool stuttu eftir undirskriftina

Vill komast burt frá Liverpool stuttu eftir undirskriftina