Martin Zubimendi miðjumaður Real Sociedad segir ekkert til í því að hann sjái eftir því að hafa hafnað Liverpool í sumar.
Zubimendi gat farið til Liverpool í sumar og var talið að allt væri klárt þegar hann ákvað að afþakka boðið.
„Mín hugmyndafræði er að gera alltaf það sem ég tel best, það voru mikil læti og þetta var erfiður tími. Það besta fyrir mig var að vera áfram og ég er ánægður,“ sagður Zubimendi.
„Það var mikið talað og mikið skrifað í fjölmiðlum, þetta fór svo þá leið sem þetta átti að fara.“
„Ég sé ekki eftir neinu, ég get ekki hugsað svona eftir nokkra leiki.“
„Ég tók ákvörðun, þetta var það besta fyrir mig. Ég sé hæfileika í þessu liði og vi ðverðum að æfa saman til að eiga gott tímabil.“