Samúel Kári Friðjónsson verður kynntur sem leikmaður Stjörnunnar á morgun.Magnús Þórir Matthíasson fyrrum leikmaður Keflavíkur greinir frá þessu á X-inu
Samúel Kári hefur verið án félags síðan í sumar en hann hafði leikið með Atromitos í Grikklandi síðustu tvö árin.
✍️⭐️💙 pic.twitter.com/8zhgXimWCc
— Magnus Thorir (@MagnusThorir) October 3, 2024
Samúel var hluti af íslenska landsliðinu sem fór á HM í Rússlandi árið 2018.
Samúel fór frá Keflavík árið 2013 og gekk í raðir Reading í Englandi en hann lék svo í Noregi og í Þýskalandi áður en hann fór til Grikklands fyrir tveimur árum.
Samúel er 28 ára gamall og getur leikið sem miðjumaður og hægri bakvörður.